132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Vegaframkvæmdir í Heiðmörk.

266. mál
[15:42]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (Sf):

Frú forseti. Ég þakka samgönguráðherra skýr svör. Eins og fram kemur virðist greinilega þurfa að taka svolítið á fyrirbrigðinu stjórnskipulag varðandi þetta svæði. Eins og ráðherra bendir á er málið á valdi sveitarfélaganna en samt er um að ræða gífurlega mikilvægt vatnsverndarsvæði, mikla auðlind til framtíðar. Ég tel því að ríkið eigi a.m.k. að hafa auga með þeim framkvæmdum og stjórnskipun á svæðinu.