132. löggjafarþing — 28. fundur,  23. nóv. 2005.

Viðbygging við sjúkrahúsið á Selfossi.

133. mál
[13:22]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Hv. 1. þm. Suðurk., Margrét Frímannsóttir, hefur beint til mín fyrirspurn vegna ágreinings um skiptingu kostnaðar milli ríkisins og sveitarfélagsins Árborgar vegna viðbyggingar við sjúkrahúsið á Selfossi.

Hinn 18. ágúst á síðastliðnu ári var undirritað samkomulag á milli sveitarfélagsins Árborgar annars vegar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins hins vegar. Í því samkomulagi er kveðið á um að sveitarfélagið Árborg greiði 15% kostnaðar vegna byggingar hjúkrunardeildar sem rekin er sem hluti af Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi meðan á framkvæmdum stendur. Jafnframt er vísað til annars samkomulags sem gert var sama dag milli Samband íslenskra sveitarfélaga og fyrrnefndra ráðuneyta. Í þessu síðara samkomulagi var samið um að vísa ágreiningnum til gerðardóms ef ekki hefði tekist að leysa deilurnar með samkomulagi fyrir 1. nóvember 2004. Samningaviðræður voru svo reyndar án árangurs fram yfir mitt þetta ár. Nú er verið að ganga frá skipun gerðardóms og er honum ætlað að ljúka störfum á þessu ári.

Virðulegi forseti. Ég vona að þessar upplýsingar svari spurningunni. Ég legg til að gerðardómur ljúki störfum sínum eins og gert var ráð fyrir í því samkomulagi sem undirritað var þann 18. ágúst.