132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[16:05]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þá liggur það fyrir að þetta ákvæði eins og það hljómar hér er í sjálfu sér merkingarlaust og mundi engu máli skipta þó að hér stæði líka eins og í öðrum lögum „nema með samþykki Alþingis“. Þegar það svar liggur hér fyrir að þetta er í sjálfu sér merkingarlaust ákvæði væri gott að fá að vita það hjá ráðherra hvort félagið gæti ekki og hvort það hefði þá enga heimild til þess að taka t.d. einhvern hluta út úr rekstri Ríkisútvarpsins og leggja hann í hlutafélag með öðrum aðilum, sem getur verið mjög hagkvæmt fyrir hlutafélög. Með öðrum orðum: Er þá ekki heimilt að taka einhvern hluta út úr rekstrinum, leggja inn í félag og stofna um það sérstakt hlutafélag nema það komi til kasta Alþingis með einhverjum hætti?