132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[18:24]
Hlusta

Hjálmar Árnason (F) (andsvar):

Frú forseti. Að sjálfsögðu skal ég skoða hug minn og taka áskorun hv. þingmanns um það. En ég árétta það sem ég nefndi áðan að það hvernig fjármagna á Ríkisútvarpið er og verður alltaf umdeilt. Sú leið sem við höfum búið við að undanförnu er mjög umdeild. Bæði óvinsæl og dýr og jafnvel ekki talin tryggja nægar upphæðir. Þessi nefskattur er hins vegar ákveðin lending og samstaða er um hana. Það virðast nokkuð margir vera hlynntir henni en hún hefur sína galla. Ég árétta að það er stjórnvaldsaðgerð hverju sinni hvernig menn vilja koma til móts við einstaka hópa, t.d. þá sem lægstar hafa tekjur og þar fram eftir götunum. Þetta mál er eins og önnur, það er mælt fyrir því við 1. umr., síðan fer það til nefndar og nefndarmenn fara að sjálfsögðu með opnum huga inn í þá umræðu. Meginatriðið er að tryggja stofnuninni það fjármagn sem (Forseti hringir.) nauðsynlegt er til að halda starfseminni gangandi.