132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[18:28]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég gleðst yfir því að Hjálmar Árnason skuli hafa átt við 5 milljónir vegna þess að mér fannst hann nefna þá tölu hér til mikils hróss fyrir ríkisstjórnina og menntamálaráðherra, sem hefði kannski verið ef hún væri 5 milljarðar. En ég skildi hann þannig að hann væri að tala hér um 5 milljarða en ekki 5 milljónir. Ég biðst afsökunar á að hafa sýnt of mikið stærilæti í þeirri leiðréttingu hafi hún verið svona einföld.

Ég verð að minnast á að það kom fram í andsvari sem hv. þingmaður kann að hafa verið of upptekinn annars staðar til að geta sinnt, fyrsta andsvari menntamálaráðherra, ég skildi það þannig, menntamálaráðherra hæstv. leiðréttir það þá, að „þrátt fyrir“-ákvæði í 6. gr. gæti afnumið þessa miklu bindingu Framsóknarflokksins um að ekkert megi selja. Ég spyr þingmanninn: Er hann reiðubúinn til þess, vegna þess að hann talaði hér um Samfylkinguna, formann og varaformann og hefði getað bætt við talsmanni í þessu máli, (Forseti hringir.) að gangast fyrir því að það verði aukinn (Forseti hringir.) meiri hluti til sölu og að upplýsingalög og stjórnsýslulög komi inn í þessi lög um Ríkisútvarpið (Forseti hringir.) eða lög um opinber hlutafélög?