132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[21:04]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit alveg að hv. þingmaður var að vitna í orð Páls Magnússonar. Hann endurtók það að minnsta kosti þrisvar sinnum í ræðu sinni. En hv. þingmaður svaraði hins vegar ekki spurningu minni. Spurningin var einföld. Trúir hv. þingmaður því að Ríkisútvarpið muni gefa upp öndina ef ekki verður breytt um rekstrarform? Ég þakka auðvitað hv. þingmanni fyrir að segja okkur sínar prívatskoðanir. Ég var alls ekkert að gera lítið úr því. Bara fínt að það komi fram að hann sé enn þá við sama heygarðshornið í því að vilja selja Ríkisútvarpið. Mér finnst nú samt að það gæti ákveðinnar vanþekkingar hjá hv. þingmanni að segja að Ríkisútvarpið sé með eitthvert forskot af því það fái pening með (Forseti hringir.) afnotagjöldum. Skyldur Ríkisútvarpsins eru nefnilega mjög miklar (Forseti hringir.) og það þarf að uppfylla þær.

(Forseti (JóhS): Ég vil biðja hv. þingmenn að virða ræðutíma.)