132. löggjafarþing — 51. fundur,  25. jan. 2006.

Fréttaþátturinn Auðlind.

383. mál
[12:56]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það er nú svo að hæstv. menntamálaráðherra er yfirmaður Ríkisútvarpsins og hún er spurð hvort Ríkisútvarpið ætli að setja þennan þátt á dagskrá. Hún var ekki spurð að því hvort hún ætlaði að hlutast til um það, hvort við værum að fá hann hérna aftur í útvarpið. En svör þingmanna Sjálfstæðisflokksins eða þetta innlegg, sérstaklega hv. þm. Sigurðar Kára Kristjánssonar, lýsir ákveðinni firringu flokksins og fyrirlitningu á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Þetta er of lítilvægt mál til að ræða hér. Þetta er alveg í anda þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt niður nám í atvinnugreininni, hann hefur lagt niður Fiskvinnsluskólann. Nú kærir ráðherra sig ekki um að svara hvort eigi að setja á dagskrá aftur umræðu um undirstöðuatvinnuvegina. Það er of lítilvægt finnst hv. þm. Sigurði Kára að taka á dagskrá hér. Ég er bara ekki sammála því.