132. löggjafarþing — 81. fundur,  9. mars 2006.

Framtíð Listdansskóla Íslands.

[10:51]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég er hreint undrandi á þeim ásökunum á hendur menntamálaráðherra sem hafa komið fram í þessari umræðu og mér finnst það umhugsunarefni að þingmenn kjósi að taka þessi mál til umræðu að menntamálaráðherra fjarstaddri og tryggja það ekki að hún geti verið til andsvara. Ég treysti menntamálaráðherra fullkomlega til að ljúka þessu máli með sóma eins og hún hefur reyndar lýst yfir á þinginu. Hún hefur sýnt það í störfum sínum að hún er þess trausts verð, hefur verið að leysa mjög mörg erfið mál. Ég undrast það svo sannarlega og skil ekki af hverju þingmenn vilja vera að ræða þessi mál með þeim ásökunum sem hér eru uppi að menntamálaráðherra fjarstaddri.