132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu.

485. mál
[13:14]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Sýndarmennska ríkisstjórnarflokkanna í öldrunarmálum er athyglisverð. Kosningar eru greinilega í aðsigi. Ríkisstjórnarflokkarnir muna allt í einu eftir öldruðum vítt og breitt um landið en hvar hefur ríkisstjórnin verið undanfarin 15 ár? Hún hefur nýtt illa tækifærin til að bæta kjör, þjónustu og aðbúnað aldraðra. Nú er staðan þannig að við erum a.m.k. 15 árum á eftir nágrannaþjóðum okkar í öldrunarmálum. Ríkisstjórnarflokkarnir segja allt í einu að hinir öldruðu eigi að njóta hins besta og að þeir hafi raunverulegt val um búsetu, aðstöðu og umhverfi. Hvar hefur ríkisstjórnin verið síðustu 15 ár? Eins og alþjóð er kunnugt er allnokkur vandi uppi í málefnum aldraðra, sérstaklega hvað varðar hjúkrunarheimili. Talið er að í dag séu 350 einstaklingar í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og 950 einstaklingar deila herbergi með öðrum á hjúkrunarheimilum.