132. löggjafarþing — 93. fundur,  27. mars 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[21:10]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þetta síðasta: Mundi þá hv. þingmaður leggja til að öll orkan í landinu yrði þjóðnýtt eins og vatnið, þar á meðal bæjarlækurinn, hverinn við bæinn o.s.frv.?

Varðandi lífeyrisréttindin þá spurði ég um fleira, hvort það væri fleira en lífeyrisréttindin sem opinberir starfsmenn hefðu umfram aðra, t.d. áminningarrétturinn og atvinnuöryggið, hvers virði það væri. Ég fékk ekki svar við því hvers virði þessi réttindi eru, ekki heldur lífeyrisréttindin. Bara að það væri meira virði almennt séð. Ég fullyrði að réttindin í B-deildinni hafa sýnt sig að verða miklu, miklu verðmætari en í A-deildinni vegna þess að skuldbindingarnar hafa vaxið um hundruð milljarða umfram það sem iðgjöldin standa undir.