132. löggjafarþing — 94. fundur,  28. mars 2006.

Bílaleigur.

379. mál
[14:49]
Hlusta

Frsm. samgn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel eðlilegt að faggiltar skoðunarstofur sjái um að skoða þetta fyrir Vegagerðina. Það er ekki eðlilegt að Vegagerðin sé með sjálfstæða skoðunarstofu þó hún hafi eftirlit með þessu máli. Þetta er mjög eðlilegt og gæti jafnvel raskað samkeppnisumhverfi ef menn fara að stunda þetta.

Breyting úr 10 þús. kr. í 25 þús. kr. er rökstudd í greinargerðinni. Þetta er útlagður kostnaður og það er ekki eðlilegt að verið sé að borga með þessu. Við erum að tala um hækkun úr 2 þús. kr. á ári í 5 þús. kr. á ári þegar við hækkum úr 10 þús. kr. í 25 þús. kr. til fimm ára.