132. löggjafarþing — 101. fundur,  6. apr. 2006.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:32]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er góðra gjalda vert að ríkisstjórnin vilji fá botn í hvað hún raunverulega ætli sér í þessum efnum. Í mínum huga er flugvöllurinn óaðskiljanlegur hluti af öryggisviðbúnaði okkar þjóðar. Það á einnig við um Flugmálastjórn, það á einnig við um Landhelgisgæsluna. En ég vek athygli á að í öllum þessum tilvikum eru nú uppi áform og þegar komin fram frumvörp um að hlutafélagavæða og einkavæða þessa þjónustu.

Ég spyr hvort í ljósi þess sem einmitt er að gerast í útlöndum, þeim löndum sem hæstv. ráðherra vísar til þar sem menn eru að snúa áformum hvað þessa þætti varðar til baka, hvort ekki sé ráð fyrir Íslendinga að fara sömu leið og íslenska ríkisstjórnin endurskoði einkavæðingaráform sín hvað varðar alla þá þætti sem ég nefndi.