132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Þátttaka ráðherra í umræðu.

[15:32]
Hlusta

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með hæstv. fjármálaráðherra, þarna er vægast sagt ómaklega vegið að forseta. Að auki verð ég að segja, virðulegi forseti, að það er afskaplega hlægilegt að heyra hv. þm. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur segja þetta. Hún hefur unnið á öðrum stöðum eins og við þekkjum og ég þekki vinnubrögð hennar þaðan ágætlega. Hún passaði sig alltaf sérstaklega á því (Gripið fram í.) með forseta borgarstjórnar að allir væru búnir að tala sig algerlega tóma áður en viðkomandi kom upp og svaraði fyrirspurnum. (Gripið fram í.) Ef hér er um slík vinnubrögð að ræða er alveg augljóst hvaðan þau eru komin. Ég verð að viðurkenna að oft er fólk ekki sjálfu sér samkvæmt en þetta hlýtur að vera einhvers konar met. (ISG: … harma að hefna.)