132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

þjóðarblóm Íslendinga.

455. mál
[15:34]
Hlusta

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá landbúnaðarnefnd um tillögu til þingsályktunar um þjóðarblóm Íslendinga.

Nefndin hefur fjallað um málið og henni bárust umsagnir frá Skógrækt ríkisins, Landvernd, Ungmennafélagi Íslands, Samtökum ferðaþjónustu og Bændasamtökum Íslands. Umsagnirnar voru allar jákvæðar gagnvart tillögunni.

Með tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að holtasóley (Dryas octopetala) verði þjóðarblóm Íslendinga.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Anna Kristín Gunnarsdóttir, Gunnar Örlygsson og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir þetta nefndarálit rita hv. þingmenn Drífa Hjartardóttir, Magnús Stefánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Jón Bjarnason, Guðjón Ólafur Jónsson og Valdimar L. Friðriksson.