132. löggjafarþing — 124. fundur,  3. júní 2006.

hlutafélög.

404. mál
[15:10]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Hér hefur felld tillaga frá mér og Margréti Frímannsdóttur um að hlutur kvenna í stjórnum opinberra hlutafélaga sé 40%. Ég hefði talið að það ætti að geta náðst sátt um það á þinginu að haga málum með þeim hætti í opinberum hlutafélögum. Það væri stefnumarkandi af hálfu þingsins í þá veru að auka og jafna hlut kvenna og karla í stjórn hlutafélaga. En eins og ég gat um í umræðu um þetta mál hefur hlutur kvenna heldur farið minnkandi.

Ég tel hins vegar, að þeirri tillögu felldri, rétt að samþykkja þá tillögu sem Jónína Bjartmarz hefur flutt hér. Hún gengur þó heldur lengra en gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi frumvarpi.