133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda.

[17:04]
Hlusta

Fanný Gunnarsdóttir (F):

Frú forseti. Þegar ég horfi til baka og rifja upp það sem ég man frá tímum kalda stríðsins koma strax upp í hugann orð eins og tortryggni. Á þeim tíma sáu allir drauga í hverju horni og samsæriskenningar voru stanslaust á lofti.

Mér finnst sjálfsagt að þau gögn sem til eru frá þessum tíma verði gerð opinber. Það er óásættanlegt að liggja undir grun um að hafa tekið þátt í meintum pólitískum njósnum og að sama skapi óásættanlegt að hafa það sterklega á tilfinningunni að um sig hafi verið njósnað.

Að lokum vil ég segja að til þess að eyða allri óvissu er eina lausnin — og hún er afar einföld — að leggja spilin á borðið. Gerum fortíðina upp áður en við horfum til framtíðar en þar bíða mörg vandasöm og nauðsynleg verkefni í þessum málaflokki.