133. löggjafarþing — 48. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[14:52]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ítrekað þakkir mínar til hv. þingmanns fyrir að ræða hér almennt um velferðarkerfið en mér heyrðist hv. þingmaður hafa af því miklar áhyggjur að það væri verið að auka greiðslur úr ríkissjóði og auka greiðslur til fólks, til almennings í landinu, hafa áhyggjur af því að verið væri að efla velferðarkerfið. Þess vegna ítreka ég nú aftur spurningar mínar til hv. þingmanns og af því að það styttist nú mjög í atkvæðagreiðslu í málinu: Hvernig ætlar hv. þingmaður að greiða atkvæði í þessu máli? Er hann fylgjandi slíkum heimgreiðslum, sem kallaðar eru í nefndaráliti minni hluta, og er hann fylgjandi skattfrelsi slíkra greiðslna? Þetta eru einfaldar spurningar og það er hægt að svara þeim með jái eða neii.