133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[17:55]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég er á móti því að hækka skatta á almenning. Ég er á móti því að hækka prósentuskatta um 1% á allan almenning vegna þess að ég trúi því að fólk eigi að geta aflað sér tekna ef það kærir sig um. Ég vil hvetja fólk til að afla sér meiri tekna og ég er á móti því að halda fólki í fátæktargildru vegna of mikilla jaðarskatta.

Ég segi nei við þessari skattahækkun en ef hún skyldi verða samþykkt, eins og mér sýnist á öllu, mun ég greiða atkvæði með öðrum breytingartillögum því að þær eru skattalækkanir. (Gripið fram í: Ertu á móti Landspítalanum?)