133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[16:12]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður hefur lagt fram sjónarmið sitt hvað þetta varðar. Ég vil leyfa mér að endurtaka það sem ég sagði áðan um þetta atriði, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, með leyfi forseta:

„Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að þrátt fyrir fyrirvara í 1. gr. fiskveiðistjórnarlaganna festist eignarrétturinn í sessi eftir því sem tíminn líði og veiðiheimildir gangi kaupum og sölum. Þessu mun frumvarpið afstýra.“