135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

eignarhlutur ríkisins í Landsvirkjun.

[10:42]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Það er ágætt að ræða það undir liðnum um störf þingsins sem hv. þm. Höskuldur Þórhallsson vakti athygli á en hann gleymdi sér aðeins þegar hann fullyrti að Framsóknarflokkurinn vildi að sameiginlegar auðlindir væru í eign þjóðarinnar. Þeir hafa stutt það í gegnum tíðina, framsóknarmenn, að fiskurinn í sjónum, sem er ekki síður auðlind þjóðarinnar, sé fenginn í heldur fáum útvöldum eins og þeir hafa gert.

Það er auðvitað ágætt að heyra frá forsætisráðherra hvað honum finnst en mig langar að heyra hvað fulltrúar Samfylkingarinnar segja. Hæstv. iðnaðarráðherra segir okkur væntanlega hver stefna hans er í þessum málum.