135. löggjafarþing — 36. fundur,  4. des. 2007.

skráning og mat fasteigna.

289. mál
[21:16]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður svaraði alls ekki þeirri spurningu sem ég beindi til hans, þ.e. um hvaða gjöld ættu að koma til viðbótar til að standa undir þessum kostnaði og hverjir ættu að greiða þau. Að lokum talaði hann um að aðrir ættu að taka að sér þennan rekstur, ef ég skildi hann rétt. Átti hann við að það ætti að einkavæða þetta verkefni?