135. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2008.

nálgunarbann.

294. mál
[14:51]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Því miður get ég ekki svarað þessari spurningu. Það verður að leiða það til lykta í nefndinni með því að fá sérfróða menn til þess að svara því hvernig einstök mál ganga fyrir sig. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem varnaglaákvæði til hagsbóta fyrir þann sem lendir í þessari aðstöðu.