135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan.

273. mál
[15:11]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nú ærinn starfi að reyna að leiðrétta missagnir hv. þingmanns. Það er misskilningur af hans hálfu að við viljum og að ég vilji ekki starfa með ríkjum innan Atlantshafsbandalags. Það er alrangt. Við viljum hafa gott samstarf við Dani og Norðmenn og Breta og Frakka og Þjóðverja, Belga og svo framvegis, þjóðir sem eru innan (Gripið fram í.) Atlantshafsbandalagsins. Það er á forsendum hernaðarbandalagsins sem ég vil halda okkur utan. Það er okkar gagnrýni.

Að ég hafi veist að embættismönnum á mjög sérkennilegan hátt. Ég vék að því ráðslagi hæstv. utanríkisráðherra að fjölga mjög aðstoðarfólki sínu, pólitísku aðstoðarfólki (Utanrrh.: Alls ekki.) í utanríkisráðuneytinu. (Gripið fram í: Hvaða ósannindi eru þetta?) (Gripið fram í.) Við skulum þá bara taka sérstaka umræðu um það síðar. (Utanrrh.: Komdu með rök.) Við skulum bara fá það síðar. Að ég hafi veist að embættismönnum. Ég vek athygli á því að hópurinn allur er farinn að temja sér (Forseti hringir.) það við umræður hér um utanríkismál að standa hér í anddyrinu og hlæja að fólki sem er ósammála hæstv. utanríkisráðherra. (Gripið fram í.)