135. löggjafarþing — 83. fundur,  2. apr. 2008.

virkjunarkostir á Vestfjörðum.

425. mál
[14:19]
Hlusta

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það er áhugavert mál sem hér hefur verið borið fram um orkumál á Vestfjörðum, flutningsleiðir o.fl. En það er kannski annað til í stöðunni þarna varðandi orku og því langar mig að beina því til hæstv. iðnaðarráðherra hvort á vegum ríkisstjórnarinnar hafi verið hugað eitthvað að því varðandi orkuleit að bora eftir heitu vatni eða gera átak í því að leita að því á því kalda svæði sem Vestfirðirnir eru. Það er ljóst að ef heitt vatn fyndist á svæðinu fengist meiri orka því að öll húshitun þar er með raforku. Mig langar að beina þessari spurningu til hæstv. iðnaðarráðherra.