135. löggjafarþing — 85. fundur,  7. apr. 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[15:44]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Frumvarp þetta fjallar m.a. um breytingar á reglum um skattskyldu söluhagnaðar, það fékk ágæta umfjöllun í efnahags- og skattanefnd þingsins nema hvað á frumvarpinu voru gerðar breytingar í meðförum nefndar, breytingar sem ég tel að hafi ekki fengið nægilega gaumgæfilega skoðun í nefndinni og hef óskað eftir því að frumvarpið verði tekið fyrir að nýju í efnahags- og skattanefnd. Við getum því ekki stutt þetta frumvarp, við höfum á því allan fyrirvara og að uppistöðu til munum við sitja hjá um greinar þess við þessa afgreiðslu.