135. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2008.

endurskoðun laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði.

573. mál
[12:37]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Það er skemmst frá því að segja að þetta mál hefur ekki verið í neinum forgangi í heilbrigðisráðuneytinu á undanförnum árum eða frá því að núverandi heilbrigðisráðherra og ný ríkisstjórn tók við og ég á ekki von á því að það verði á næstunni svo það sé bara sagt eins og það er. Þess vegna hefur ráðuneytið eða ráðherra ekki verið með neitt upplegg í því máli af ástæðum sem komu fram í svari mínu. Það er því eitthvað í það að þetta verði sett í forgang, það verður varla nema einhverjar breytingar eða nýjar aðstæður komi upp.