135. löggjafarþing — 102. fundur,  8. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[17:36]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem einungis upp til þess að taka undir kröfu félaga minna um að umræðu um þetta mál verði frestað og að það verði ekki keyrt í gegn með því offorsi að ekki megi bíða eftir formanni fjárlaganefndar því að mér er svo farið, verandi fjárlaganefndarmaður, að ég ber mikla virðingu fyrir skoðunum formanns fjárlaganefndar og tel mikilvægt að vita, eins og hér hefur verið vikið að, í hverju fyrirvari hans í þessu máli liggur. Því vil ég taka undir og skora á forseta að fresta þessari umræðu — það er hægt að halda áfram dagskránni að öðru leyti — og vísa þessu máli til síðari umræðu.