135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:42]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu sem enginn veit hver er. Það veit enginn hvort verið er að greiða atkvæði samkvæmt þingsköpum um lengri fundartíma þingsins í dag eða eitthvað allt annað sem kemur þingsköpum ekkert við og reyndar brýtur í bága. Ég krefst þess, herra forseti, að tillagan verði lögð fram skriflega þannig að menn viti hvað verið er að greiða atkvæði um. Ég vil fá skriflega tillögu, herra forseti, og tel að samkvæmt hefðum, lögum og almennum þingsköpum beri að verða við því. Ég krefst skriflegrar tillögu um það sem hér er verið að krefja þingmenn um að greiða atkvæði um svo þeir viti um hvað á að greiða atkvæði, hversu löglaust eða löglegt það er.