135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[18:00]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa yfir miklum vonbrigðum með að frávísunartillaga okkar stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokks og vinstri grænna, skyldi ekki hafa verið samþykkt. Ég lýsi því yfir að við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munum sitja hjá við allar breytingartillögur meiri hlutans jafnvel þó að einhverjar þeirra horfi til bóta og við munum jafnframt sitja hjá við allar greinar frumvarpsins. Við lýsum allri ábyrgð á þessari gjörð á hendur stjórnarmeirihlutanum og á hendur ríkisstjórninni en við teljum að verið sé að fórna framhaldsskólafrumvarpinu og skiljum ekki ástæðu þess enda hafa rökin ekki verið lögð fram.