136. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2008.

varamenn taka þingsæti.

[16:05]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Eins og forseti hefur tilkynnt á vef Alþingis hóf Ragnheiður E. Árnadóttir, 12. þm. Suðvest., fæðingarorlof 25. september sl. Sæti hennar á Alþingi tók frá og með þeim degi Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi, 1. varamaður Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin.

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, hefur ritað mér bréf um veikindaforföll utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, 2. þm. Reykv. s., og óskar þess að 2. varamaður flokksins í kjördæminu, Kristrún Heimisdóttir, taki sæti hennar á Alþingi á meðan.

Enn fremur hefur mér borist bréf frá Merði Árnasyni, 1. varamanni á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu, um að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni. Kjörbréf Kristrúnar Heimisdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur áður tekið sæti á þingi og er boðin velkomin til starfa á ný.