136. löggjafarþing — 18. fundur,  31. okt. 2008.

áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

101. mál
[11:14]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Vegna þess að þessi starfsemi, þessi nýjung í íslensku atvinnulífi hefur ekki komið mikið á dagskrá á hv. Alþingi þá vildi ég fá að segja örfá orð til að lýsa ánægju með þetta frumvarp. Þetta verður vissulega skoðað í nefnd og ég hef ákveðinn fyrirvara um frumvarpið á þessu stigi máls en það hlýtur að skjóta styrkari stoðum undir þá starfsemi sem hefur skipt máli á ákveðnum landsvæðum, ekki síst á Vestfjörðum. Það hefur að sjálfsögðu ekki veitt af því að skapa ný atvinnutækifæri þar. Þess vegna lýsi ég ánægju með að hér sé verið að leggja fram frumvarp til að styrkja þá starfsemi. Að sjálfsögðu skilur maður það vel að þarna þurfi að gera ákveðnar kröfur til að þetta geti allt saman farið vel fram og að hættan sem af því stafi sé í lágmarki.

Það var svo sem ekki margt fleira sem ég ætlaði mér að segja, hæstv. forseti, annað en að lýsa þeirri skoðun minni að ég vonast til að þessi lagasetning geti eflt þá starfsemi og að hún eigi framtíð fyrir sér.