136. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2008.

afnám tóbakssölu í fríhöfnum.

73. mál
[14:02]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Eins og fram kemur í svari mínu við skriflegri fyrirspurn sama efnis frá hv. þm. Ástu Möller þarf að horfa til þess að tóbak er dæmigerð söluvara í fríhafnarverslunum um allan heim. Verði skattfrjálsri tóbakssölu hætt í fríhafnarverslunum á Íslandi má gera ráð fyrir að meginhluti þeirrar tóbakssölu sem í dag fer fram hérlendis flytjist til erlendra fríhafna. Slík ráðstöfun mundi óhjákvæmilega hafa neikvæð áhrif á tekjuöflunarmöguleika og umsvif innlendrar fríhafnarverslunar jafnframt því að auka útstreymi gjaldeyris. Öll rök standa því til að skattfrjálsri tóbakssölu verði viðhaldið í íslenskum fríhöfnum enda væri annars stuðlað að flutningi verslunar úr landi.