136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

stimpilgjald.

151. mál
[14:50]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Frumvarpið gengur að mínu mati allt of skammt. Við í Frjálslynda flokknum höfum lagt til að stimpilgjald verði fellt alveg niður og ég ítreka að það frumvarp liggur fyrir og nær hefði verið að samþykkja það en að gera einhverjar smálagfæringar sem duga allt of skammt. Þetta getur í sumum tilfellum hjálpað fólki sem er í erfiðleikum verulega og að því leyti tel ég þetta vera af hinu góða og sjálfsagt mál að hafa tímasetninguna eins og er í frumvarpinu. En ég minni enn og aftur á að við í Frjálslynda flokknum lögðum hér á haustdögum fram frumvarp um að fella alfarið niður stimpilgjöld.