136. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[16:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þar sem hv. þingmaður er heittrúaður aðildarsinni að Evrópusambandinu og þar sem uppi er núna stefnubreyting hjá Evrópusambandinu þar sem það hverfur frá því að innlánsstofnanir greiði tryggingar fyrir innlán yfir í það að skattgreiðendur geri það allt í einu, skyndilega á kostnað Íslendinga, og þar sem þeir sameinaðir koma fram með stríðsyfirlýsingar gagnvart Íslandi með alls konar óáran, stöðvun á greiðslum til landsins o.s.frv. og þar sem þeir misnota Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að kúga Íslendinga til hlýðni og uppgjafar og þar sem hæstv. ráðherrar hafa orðið að bakka með yfirlýsingar sínar um að þeir láti ekki kúga sig og þar sem skilningur manna í Brussel á vandamálum Íslendinga er ekki meiri en svo að þeir eru að keyra Íslendinga í fátæktarkaf, okkar svokölluðu vinir í Evrópusambandinu, líka Norðurlönd, heldur þá hv. þingmaður að Ísland njóti meiri skilnings í framtíðinni ef þeir skyldu verða fyrir þeirri ógæfu að ganga inn í Evrópusambandið?