136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[20:53]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hv. þingmaður á að vita gjörla hvar þetta mál er vistað og hvaða ráðuneyti hefur farið með það. Hún á einnig að vita hvernig almennt er farið með bótaliði eins og þessa. Það var hins vegar ekki rétt hjá mér að segja að nefndin hefði komið með þessar tillögur heldur eru þetta upplýsingar sem við fáum að beiðni frá forsætisráðuneytinu.

Ég get ekki svarað henni frekar um það en þetta.