136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

greiðslur til líffæragjafa.

259. mál
[14:49]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var kannski ekki eingöngu í þessu máli sem ég átti við að hæstv. heilbrigðisráðherra hefði hugsanlega annan skilning á málum heldur ekki síður vegna þeirra gerræðislegu vinnubragða sem sýnd voru eftir áramótin þegar hann kynnti hugmyndir sínar, algerlega án samráðs við alla aðra þar sem auðmönnum virðist vera ætlað hlutverk í heilbrigðisþjónustunni með tilheyrandi einkavæðingu og greiðsluþátttöku almennings. Ég er fyrst og fremst að lýsa ánægju með þá stefnu að fjárhagsstaða fólks ráði ekki úrslitum um líf og heilsu þess og fyrir það vildi ég þakka.