136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

þingsályktunartillaga um hvalveiðar.

[14:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Af reynslu minni þá hef ég oft orðið var við að fundi hefur verið slitið, mál tekin út af dagskrá og fundur boðaður í kjölfarið strax, einmitt til þess að leysa svona vandamál.

Ég vil því fara fram á það við hæstv. forseta að hann geri það í þetta skiptið. Þetta eru tvö mál en vegna anna í nefndasviði Alþingis þá var mínu máli ekki dreift fyrr en núna rétt fyrir byrjun fundar. Ég hefði átt að geta þess í byrjun fundar að fara fram á að það yrði tekið á dagskrá en því miður láðist mér það en þetta mætti sem sagt leysa með því að boða til nýs fundar.