136. löggjafarþing — 88. fundur,  25. feb. 2009.

starfsemi vistunarmatsnefnda.

309. mál
[15:14]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Þessi fyrirspurn og efni hennar brennur á mörgum. Það hefur verið mikið til bóta að reglur um vistunarmat voru settar á. Það er sem sagt samræmt mat sem allir ganga út frá. Það hjálpar sjúkrastofnunum, sjúkrahúsum, sem þurfa að útskrifa, að þessir einstaklingar hafi ákveðinn forgang inn á hjúkrunarstofnanir. En ekki síður að í ljós komi að þeir einstaklingar sem ganga í gegnum vistunarmatið eða óska eftir því fái ekki þá þjónustu sem vistunarmatið gefur tilefni til, að komast inn á hjúkrunarheimili, þ.e. eru í þeirri stöðu að þeir þurfi meiri þjónustu. Það er ljóst að sveitarfélögin þurfa að fá öruggari og betri tekjustofna til að geta staðið (Forseti hringir.) undir þeirri þjónustu sem við erum stöðugt að vísa í. Við viljum öruggari heimaþjónustu, hvort sem það er félagsþjónusta eða hjúkrun, (Forseti hringir.) en sveitarfélögin verða þá að geta staðið undir henni.