136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[14:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil bara minna á forseta Íslands sem var í pólitík og er forseti Íslands, allrar þjóðarinnar. (Gripið fram í.) Ja, ég veit ekki betur en að hann eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

Mér finnst það afskaplega slæm niðurstaða hjá hv. þingmanni ef það er virkilega þannig að fólk sem er með góða menntun í þjóðfélaginu og ætti kannski erindi inn á þing þurfi að óttast að geta ekki notað menntunina eftir að það hefur lokið þingstörfum eftir fimm eða tíu ár.