136. löggjafarþing — 111. fundur,  23. mars 2009.

stjórnarfrumvörp um efnahagsmál.

[16:24]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hv. þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því að á dagskrá þessa fundar eru að minnsta kosti fimmtán mál og við erum búin með einn lið og eina utandagskrárumræðu.

Ég vil vekja athygli á því að á dagskránni í dag eru nokkur þeirra mála sem hv. þingmenn kalla eftir og varða hag almennings í landinu. Til dæmis varðar mál nr. 7 hag aldraðra og mál nr. 11 varðar hag atvinnulausra. Eins eru mál sem varða þá sem hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna slysa, þ.e. mál nr. 15 sem varðar skaðabótalögin, endurgreiðslu á bótum og ég vil líka nefna mál nr. 5, um embætti sérstaks saksóknara.

Ég hef nefnt hér fjögur af fimmtán málum sem eru á dagskrá. Hvað gera sjálfstæðismenn? (Forseti hringir.) Tefja tímann.