136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:35]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (um fundarstjórn):

Hæstv. þingforseti. Við upplifum hér ákveðinn skrípaleik, fíflagang og málþóf og ég ætla að leggja það fram á fundi með þingflokksformönnum á eftir að kosningunum verði frestað um einn mánuð þannig að við getum komist út í kjördæmin og farið að tala við fólkið og segja því hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að taka á málunum eftir kosningar. Við höfum ekki tækifæri til þess meðan þessi fíflagangur og málþóf eru í gangi í þinginu. (Gripið fram í: … um einn mánuð?) Ég óska eftir því að þingforseti hjálpi mér og liðsinni mér við að koma því í gegn að við getum frestað kosningum um einn mánuð og leyft því fólki sem hér er í málþófi að halda því áfram og tala út.