136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:45]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég nefndi áðan að mér fyndist þetta vera eins og afturfótafæðing og ég átta mig á því enn betur eftir að hv. þm. Dögg Pálsdóttir las upp fréttatilkynningu í Morgunblaðinu um afstöðu framsóknarmanna, hvers lags della þetta stjórnlagaþing er. Það birtist okkur einmitt í frétt Morgunblaðsins, þ.e. þetta er bara út og suður-umræða, birting þessa stjórnlagaþings er sú frétt sem lesin var áðan úr ræðustól Alþingis. Ég held að við eigum, herra forseti, að stoppa þessa umræðu, taka málið inn í sérnefndina og fá almennilega vinnslu og taka það svo aftur fyrir í þinginu þegar þeirri umræðu allri er lokið.