136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:16]
Horfa

Ásta Möller (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Klukkan er orðin tuttugu mínútur yfir tólf og við erum á tíunda máli á dagskrá. Eins og komið hefur fram eru 19 mál á dagskrá þingsins sem er dagsett miðvikudaginn 15. apríl en nú er kominn fimmtudagurinn 16. apríl.

Á dagskrá eru m.a. stór mál eins og endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja, heimild til samninga um álver í Helguvík, um sjúkraskrár o.fl. Allt mál sem þingmenn hafa hug á að ræða. Við vitum náttúrlega ekki, og erum því að óska eftir að fá hæstv. forseta til þess að segja okkur hvað hann hugsar sér að halda lengi áfram fram eftir nóttu. Því ef svo er að hann ætli að halda áfram fram á nótt þá þurfum við að hringja út þá þingmenn sem höfðu hugsað sér að taka til máls í þeim málum sem ég nefndi. (Forseti hringir.)