136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:20]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í tilefni af þessu hugmyndafræðingatali hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar … (Gripið fram í: … Einar Olgeirsson líka.) Ég heyri að hv. þm. Árni Þór Sigurðsson vill gjarnan blanda sér í umræðuna og bið forseta um að gefa honum tækifæri á eftir til þess að tjá sig um þetta efni. Það stendur honum kannski nærri að halda uppi merki Lúðvíks Jósepssonar í þessum sölum.

Það er nú þannig að við sjálfstæðismenn erum afskaplega víðsýnir og tilbúnir til að taka góðu hvaðan sem það kemur. Og ef góðir þingmenn og látnir sómamenn hafa lagt gott til málanna þá hljótum við að styðja það og taka það upp þó að okkur hafi greint á við þá um pólitísk sjónarmið.

Ég verð að vekja athygli hæstv. forseta á því sem hv. þm. Ólöf Nordal sagði að næturfundir hafa verið sennilega 10 þingdaga í röð (Forseti hringir.) eða eitthvað þess háttar og ég hygg að það sé nær einsdæmi (Forseti hringir.) og spyr hæstv. forseta hvað hún hyggist halda fundi lengi áfram.