136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

frestun á fundum Alþingis.

473. mál
[12:02]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Með tilliti til þess samkomulags sem mér var kynnt kvaddi ég mér ekki hljóðs í þessari umræðu. Ég hefði talið eðlilegt þegar til umræðu var ályktun um þingfrestun að þá hefðu talað forsætisráðherra og hv. þm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svo sem til var ætlast. En það samkomulag sem kann að hafa verið fyrir hendi var að sjálfsögðu rofið af Samfylkingunni, af formanni þingflokks Samfylkingarinnar, með því að halda hér langa ræðu og veitast í þeim orðum með ósæmilegum hætti að okkur sjálfstæðismönnum að ýmsu leyti aftur á bak og áfram.