137. löggjafarþing — 4. fundur,  20. maí 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn).

14. mál
[15:20]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Sem varaformaður viðskiptanefndar vil ég þakka fyrir þá góðu umræðu sem hér hefur farið fram. Ég held að frumvarpið sé hið besta mál. Hér er verið að leggja til ríkari upplýsingaskyldu til hluthafa, lögð er áhersla á jafnréttissjónarmið og fleira gott. Nefndin mun að sjálfsögðu taka hugmyndir sem hér hafa komið fram til vandlegrar skoðunar.

Hvað varðar kynjaskiptingu í nefndir, án þess að ég ætli að svara efnislega fyrir það, held ég að í átta af tólf fastanefndum þingsins skipi konur meiri hluta, sem er vel. Engu að síður tel ég að við ættum ætíð að gæta þess að hafa jöfn kynjahlutföll í öllum nefndum.