137. löggjafarþing — 7. fundur,  27. maí 2009.

umræða um stöðu heimilanna.

[13:32]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Það sem mig langar að vekja athygli á og ræða örstutt snertir vissulega fundarstjórn forseta. Ég velti fyrir mér hvernig stendur á því að sú umræða sem fara átti fram um stöðu heimilanna getur ekki orðið, hvers vegna forsætisráðherra getur ekki orðið við því að ræða þetta stóra og mikilvæga mál á þessum degi eins og fyrir fram var samþykkt og ákveðið á fundi þingflokksformanna. Mig langar að fá að vita það eða þá að forseti grennslist fyrir um hvers vegna þessi umræða getur ekki orðið. Það er mjög mikilvægt að hún eigi sér stað. Ég veit að forsætisráðherra á mjög annríkt vegna mikilvægra mála. En þetta er eitt af þeim stóru málum sem þarf að ræða og þess vegna er mjög mikilvægt að fá að vita hvers vegna ekki er hægt að hafa þessa umræðu. Það getur vel verið að það séu eðlilegar skýringar á því en það er mjög gott að þær komi fram því að eins og ég sagði var á fundi formanna í byrjun vikunnar ákveðið að þessi umræða mundi fara fram og ég sakna þess að svo skuli ekki vera.