137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Aftur veifar hæstv. ráðherra töfrasprotanum. Aftur á lausnin bara að felast í að ganga inn án rökstuðnings. Til dæmis sagði hann að það væri ekki hægt að gera kjarasamninga nema að ganga inn. Er það virkilega þannig að ráðherra vinnumála gefi þau skilaboð að ekki sé hægt að semja?

Svo vil ég spyrja hann að því í þessari stöðu þegar allt er stopp, bankarnir og allt, hvort það sé þá ástæða til að binda öll ráðuneyti og mannskap þeirra meira og minna í aðildarumsókn og það kostar fé, fé sem þjóðin á lítið af. Er ekki betra að vinna að því að koma atvinnuleysinu niður, hæstv. ráðherra?

Við vorum kúguð af Evrópusambandinu til gangast inn á Icesave-reikningana. Það var hreinlega kúgun og það er þess vegna sem þjóðin á í svona miklum erfiðleikum, út af Evrópusambandinu.