137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[11:47]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni fyrir spurninguna og vangaveltur hans og deili með honum þeim skoðunum að náttúruverndaráætlun er verkefni að því umfangi og þeirri gerð að það á auðvitað að nýta alla þá krafta sem til eru í samfélaginu, hvort sem það er almenningur, sveitarfélög eða náttúrustofurnar til að fá hlutverk í þessu viðamikla verkefni. Verkefnið er í eðli sínu lýðræðisverkefni, þátttökuverkefni og það á að sjálfsögðu að virkja náttúrustofurnar í því.