137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

náttúruverndaráætlun 2009--2013.

52. mál
[12:51]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar ég tala um að við eigum að vera í forustu í umhverfismálum, þá er svo ótal margt sem við getum gert en við höfum ekki gert. Hér hefur t.d. komið fram hversu hægt það gengur hjá okkur að framfylgja náttúruverndaráætlun. Hvers vegna er það? Það er vegna þess að við erum ekki nógu metnaðarfull í því að sjá til þess að þetta sé gert. Það eru ótal spennandi hlutir og það er hárrétt hve þetta er atvinnuskapandi. Obama Bandaríkjaforseti talar um græna uppbyggingu. Hvernig væri að leggja áherslu á að gera skipaflotann okkar vistvænan, bílasamgöngur og annað, efla almenningssamgöngur? Það er svo ótal margt. Almenningssamgöngur eru t.d. umhverfisvænni en ýmislegt annað. Hvernig stöndum við í þeim málum?

Það er svo víða sem við getum tekið okkur á sem er líka atvinnuskapandi um leið og ef við gerum það lít ég svo á að við getum auðveldlega með samstilltu átaki orðið forustuland (Forseti hringir.) sem er litið til einmitt vegna hinna endurnýjanlegu orkugjafa og vegna þess góða sem við höfum.